top of page
20200724_181456-2.jpg

...

Trjáræktarklúbburinn

Áhugamannahópur um trjárækt við íslenskar aðstæður

About

Trjáræktarklúbburinn var stofnaður 9. desember 2004, í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur, og er vettvangur áhugafólks um aukna fjölbreytni trjágróðurs í ræktun hér á landi. Í því skyni stendur klúbburinn fyrir fræðslufundum og skoðanaskiptum auk þessað útvega fræ, plöntur og græðlinga sem meðlimir sjálfir geta ræktað. Megin stefnumál klúbbsins er að koma á fót trjásafni (arboret) og hefur fengið til þess land við Mógilsá þar sem unnið er að skipulagi safnsins og plöntun trjáa. Það er trú klúbbsins að slík söfn gætu haft mikilvægu hlutverki að gegna þegar fram í sækir.

Klúbburinn pantar sameiginlega fræ til ræktunar. Leitast er við að halda vel utan um skráningu á plöntum svo að hægt sé að fylgjast með vexti þeirra og viðgangi um ókomin ár.

Klúbburinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á að rækta tré og runna og nýtist sérstaklega vel þeim sem hafa landspildu til umráða og ræktunar, t.d. við sumarbústaði.

Meðal plantna ræktaðar á vegum klúbbsins eru tegundir sem hér hafa lítið eða ekkert verið ræktaðar áður hérlendis. Ræktunin gengur misvel – sumt mun mishepnast alveg en annað kemur skemmtilega á óvart. Þetta er klúbbur fyrir fólk sem er tilbúið að prófa eitthvað nýtt án þess að árangur sé tryggður – klúbbur fyrir ævintýrafólk.

Alls eru nú nær 100 meðlimir í klúbbnum.

Stjórn

Stjórn klúbbsins eftir aðalfund 5. mars 2024:

Hjörtur Oddson formaður

Reynir Þorsteinsson ritari

Aðalsteinn Sigurgeirsson meðstjórnandi

Björk Gunnbjörnsdóttir vefsíða

Margrét Ludwig gjaldkeri

Óli Þór Hilmarsson gróðurhús

Kristján Friðbertsson fræmeistari

Gróðurhús

Rannsóknarstöðin að Mógilsá hefur góðfúslega látið klúbbnum í té aðstöðu í einu gróðurhúsa sinna. Þar geta meðlimir sáð og alið trjáplöntur þangað til að þær þola útiveru. Gróðurhúsinu er haldið frostlausu,en ekki heitu yfir veturinn þannig að plöntur upplifa vetur án þess að eiga á hættu frostskemmdir. Þeir sem eru með pláss í húsinu deila með sér vökvun vor, sumar og haust en sjá hver á sínu svæði um að reita arfa o.þ.h. 

 

Umsjón gróðurhússins er í höndum félagsins sem hefur skipað starfshóp um það. Í honum eru frá aðalfundi 5. mars 2024 Óli Þór Hilmarsson formaður, Daníel Haraldsson, Albert Skarphéðinsson og Kári Steinn Karlsson.

saning-tk2-20°0_opt.jpg
Stjórn
Contact
bottom of page