Um vefinn
Þessi vefsíða kom í loftið snemma árs 2022, sem tilraun til að ná á einn stað, upplýsingum frá klúbbmeðlimum, um ræktun hina ýmsu trjáa hér á landi. Vefurinn er opinn öllum áhugasömum trjáræktendum á Íslandi.
Það er vilji stjórnar Trjáræktarklúbbsins, að sem flestir félagar sjái sér fært að miðla af sinni reynslu í trjárækt, öllum til hagsbóta, í gegnum vef þennan.
Á síðunni eru tvö svæði eða takkar, þar sem ætlunin er að efni frá félugum birtist. Annars vegar er það Trjáaræktartilraunir og hins vegar Frætilraunir. Til að greinar hafi svipað yfirbragð frá einum höfundi til annars, hafa kaflaheiti verið fyrir fram ákveðin. Með því móti verður yfirbragð síðunnar stílhreinna og auðveldara að hoppa úr einni grein í aðra, þegar bera þarf saman árangur t.d. trjátegunda eftir landshlutum eða jarðvegsgerð.
Síðan er enn í þróun, verið er að vinna að möguleikum á að safna upplýsingum um einstaka trjátegundir, saman undir takka, (Tag) sem staðsettir verða á síðunni. Með því móti má á afar einfaldan hátt, fá upplýsingar um t.d. rauðgreni frá öllum höfundum sem skrifað hafa greinastubb um þá tegund.
Kaflaheiti í kaflanum Trjáræktartilraunir eru eftirfarandi:
Titill greinar.
Um höfundinn t.d skórækt hans hvenær hófst hún, hvers vegna osfr.
Staðsetning skógræktar (hvar á landinu t.d. sýnt á korti)
Lýsing staðhátta (gróðurfar almennt, jarðvegur, vindur/skjól, girðingar osfr.)
Ræktunarsaga (almennt um ræktaðan gróður á landinu og síðan eftir tegundum.)
-
Fyrst að flokka eftir megintegund Barrtré eða Lauftré
-
Undir Barrtré kemur þá Greni þá undirtegundir Sitkagreni/Picea sitchensis osfr. Skrifa um árangur eða ekki árangur.
Lokaorð Framtíðarsýn?
Kaflaheiti í kaflanum Frætilraunir eru eftirfarandi:
Titill greinar.
Um höfundinn t.d hvenær frætilraunir hófust hún, hvernig hefur gengið osfr.
Lýsa aðstæðum t.d. umhverfi, lýsing, hiti, bakkar sáðmold osfr.
Ræktunarsaga t.d. hvaðan fræ eru fengin, þá lýsa hverri tegund og verklagi við sáningu og spírun, segja frá hvernig til tókst t.d. með myndum af afrakstri.
Lokaorð Hvað á að prófa í framtíðinni?
Endilega láta myndir fylgja með í greinum, muna að skrifa skýringu/lýsingu undir hverja mynd.
Umsjónarmenn síðunnar eru Agnes Hansen agnes@menntaborg.is og Óli Þór Hilmarsson olithor@matis.is Þau taka við greinum til birtinga.