top of page

Skógrækt í Sælingsdalstungu

Updated: Mar 2

ree

Um höfundinn

Sigurbjörn Einarsson (SiE). SiE er alinn upp í Tungu frá frumbernsku til unglingsára. Hefðbundinn landbúnaður og ábúð lagðist af í Tungu 1964. SiE er jarðvegslíffræðingur að mennt frá Landbúnaðarháskólanum á Ási, Noregi. SiE hóf skógrækt í Tungu 1987 á um 2ja ha spildu umhverfis gamla bæjarstæðið á gömlu túni og nátthaga. SiE hafði um fjögurra ára skeið unnið að þróunarverkefni sem laut að hagnýtingu svepprótarsveppa til að bæta árangur í skógrækt. Í verkefninu voru sannreynd tæknileg grunnatriði við einangrun svepprótarsveppa úr íslenskri náttúru, ræktun þeirra og hagnýting í formi smitfram-leiðslu og smitun smárra skógarplanta. Verkefnið hætti vegna fjárskorts. Áhugi á skógræt var þá orðinn óviðráðanlegur og fékk útrás í Tungu.


Staðsetning skógræktar


ree

Sælingsdalstunga (Tunga) er staðsett í norðurhlíð Sælingsdal


Lýsing staðhátta

Skógræktin sem tekur yfir 2 ha. er á gömlu túni og nátthaga. Landið var mjög grasgefið og mótast jarðvegurinn af því. Nokkuð skjólsamt er á þessum stað gegn norðan og austanáttum. Skógræktarreiturinn er afgritur og hefur að mestu sloppið við skaða af völdum búpenings.



Ræktunarsaga

Sérstök áherls hefur verið lögð á að smita skógarplönturnar svepprótarsveppum áður en þeim er plantað út. Í upphafi voru plönturnar smitaðar á þann hátt að þær voru framræktaðar í tvö ár í beðum sem í var blandað jarðvegi úr vöxnum skógi. Plastfilma var strekkt yfir beðin og var plöntunum síðan plantað í gegnum plastfilmuna (sjá mynd).

Eftir að skógurinn óx upp þá eru plönturnar framræktaðar í skógarjarðvegi 2-3 ár áður en þeim er plantað á framtíðar vaxtarstað.



ree

2ja ára framræktun skógarfuru og hengibirkis fyrir útplöntun.

ree

Í ræktuninni í Tungu er sérstök áhersla lögð á að myndun sveppróta, sambýli svepprótarsveppa og trjánna. Ein aðferð er að grafa fjölpottabretti niður í skógarsvörðinn. Á myndinni getur að líta svepprótarsveppinn Laccaria laccata, sveppur sem myndar gjarnan sambýli við ungar skógarplöntur.




ree

Plöntunaraðferð sem beitt var í grasgefið land


Trjátegundir


Greni


Sitkagreni

(Picea sitchensis)

Plöntuuppruni: Mest hefur verið plantað af sitkagreni í Tungu. Plönturnar voru keyptar í gróðrarstöð Skógræktarfélags Íslands á árunum 1987-1992.

Kvæmi/Færuppruni: Annarsvegar Tumastaðir og hinsvegar ??

Árangur: Sitkagrenið frá Tumastöðum hefur vaxið mjög vel. Vaxtarhraðamælingar eftir 25 ár frá útplöntun sýndu vöxt upp á 10,3 m3/ha/ár. Einkennandi er að kvæmið tekur út mesta toppvöxtinn síðla í júlí og byrjun ágúst. Þá eru topparnir viðkæmir fyrir broti þegar ungar skógarþrastarins eru að byrja að æfa flugið og setjast á toppana oft með þeim afleiðingu að þeir brotna. Síðar nefnda kvæmið vex hægar og er ekki hætt við toppbroti.



ree

Sitkagreni (Seward) 1995




ree

Sitkagreni (Seward Kanada) árið 2015




ree

Sitkagreni (fræ óþekkt) plantað 1994



Blágreni (Picea engelmannii)

ree

Blágreni (Rio Grande Kanada) 1992.



Rauðgreni (Picea abies)

Mismunandi plöntuhópum af rauðgreni hefur verið plantað í Tungu og hafa þeir alir þrifist vel og vaxið vel. Fyrsti hópurinn var keyptur hjá keyptar í gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í kringum 1995. Annar hópurinn var frá Austurríki, óþekktum stað í verulegri hæð þar í landi. Plönturnar voru keyptar í gróðrarstöð Skógrækta ríkisins að Tumastöðum skömmu fyrir aldamótin 2000.



ree


ree

Rauðgreni frá Vestfold í Noregi. Flutt inn sem lifandi planta; sjálfsáð í rauðgreniskógi í Vestfold. Hún hefur vaxið vel árvisst í Tungu.



Hvítgreni (Picea glauca)



ree

Plöntuhópur skógarplantna af hvítgreni var plantað í Tungu 1997. Plönturnar voru keyptar í gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur 1995.



Svartgreni (Picea mariana)



ree

Plöntuhópur skógarplantna af hvítgreni var plantað í Tungu 1997. Plönturnar voru keyptar í gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur 1995. Vöxturinn hefur verið árviss og góður.


Fura


Stafafura (Pinus contorta)



ree


Skógarfura (Pinus sylvestris)

ree


ree


ree



Lindifura (Pinus cembra)

ree



Fjallafura (Pinus mugo)

ree


Lerki


Síberíulerki (Larix xxxx)

ree


Lauftré


Ilmbjörk (Betula pubescens)

ree


Hengibirki (Betula pendula)

ree

Hengibirki (Betula pendula; uppruni Kittillä, Finnland)



ree

Blóðbirki (Hekla) frá Þorsteini Tómassyni plantað vorið 2020.




Risalífviður (Thuja plicata)


ree

Risalífviður frá Trjáklúbbnum plantað 2015



Rauðeik (Querkus rubra)



ree

Rauðeik (Querkus rubra) frá Kanada (Hardy Fruit Trees, Nursery) í forgrunni plantað 2020 og sumareik (Quercus robur) frá Finnlandi plantað 2020 (akkorn frá Siemen Forelia) í bakgrunni




Hrossakastaína (Aesculus hippocastanum)


ree


Fuglakirsi (Prunus avium)

ree


Epli (Malus xxxx)Thunderchild Crabapple

ree


Valhnetutré (Juglans nigra)

ree


Askur Fraxinus

ree



Kristþyrnir (Ilex xxx)

ree

ree





Comments


Trjáklúbburinn

​Áhugamannaklúbbur um trjárækt

  • Facebook

Takk fyrir póstinn

bottom of page