top of page
Writer's pictureAgnes Hansen

HAFNARGERÐI

Updated: Mar 30, 2022


Höfundur

Agnes Hansen

Halldór Friðgeirsson og Agnes Hansen keyptu landið haustið 2007 og hófu strax að gróðursetja. Þetta er áhugamannaræktun og aukastarf hjá okkur. Agnes útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur frá LBHí árið 2010.


Staðsetning


Landið er 30 ha spilda úr landi Hafnar og liggur frá Þjóðvegi 1 og niður að sjó undir Hafnarfjalli.




staðhættir

Næst þjóðvegi er melur þar sem er aðallega sandur. Nokkrar gróðureyjar með grasi og krækiberjalyngi. Lækur rennur ofan úr fjallinu og alla leið í gegnum landið. Einnig eru nokkrar uppsprettur í landinu sjálfu. Neðan við melinn tekur við djúpur jarðvegur. Þar er landið að mestu grasi vaxið. Einnig eru hluti landsins undir mýri.

Það getur verið vindasamt undir Hafnarfjalli og kemur það hugsanlega ekki á óvart. En þar getur líka verið dúnalogn dögum saman og þá er gaman að fylgjast með framvindunni. En verst er þegar skafrenningur stendur af fjallinu.


Myndin er tekin vorið 2008


Ræktunarsaga

Landið hefur áreiðanlega verið beitarland mjög lengi, því nánast ekkert víðikjarr eða birkikjarr var þar haustið 2007. Það hefur heilmikið breyst síðan. Blómgróður og trjákenndur gróður eykst með hverju ári. Bláberjalyng og ýmsar víðitegundir koma upp úr grasinu.

Fyrstu árin settum við niður mest af öspum og mörgum harðgerðum víðitegundum. Svo kom birki, greni og elri, mest sitkaelri.

Þá gerðum við skjólbelti umhverfis allstóran matjurtagarð, en fyrstu árin rætkuðum við talsvert af grænmeti til sölu. Skjólbeltið samanstóð af körfuvíði, hreggstaðavíði, öspum og greni. Við urðum að reisa grindur úr vörubrettum til að hlífa skjólbeltinu á meðan það var að vaxa upp. Fyrstu árin var körfuvíðirinn langmest áberandi, en eftir því sem aspir og seinna greni náði sér á strik hefur víðirinn á þessum stað koðnað niður og sést nú varla.


Skjólbeltið

2009 2010 2016

2021

Lang mest hefur verið gróðursett af öspum, birki, víði og greni.

Alls eigum við lista með ríflega 120 tegundum sem gróðursettar hafa verið, allt frá einu tré og upp í mörg þúsund. Við teljum þá alaskaösp sem eina tegund þó svo við eigum marga mismunandi klóna. Sama á við um allar tegundir. Við höfum að langmestu leyti ræktað þessar plöntur upp sjálf, en mest höfum við líklega keypt af greni.

Sitkagreni er í uppáhaldi vegna þess hvað það er harðgert og eins er það í uppáhaldi hjá smáfuglunum. Þrestirnir brjóta stundum toppana af (eða þeir brotna í vindi), en það verður oftast til þess að trén verða þéttari. Birkið stendur alltaf fyrir sínu og má alls ekki vanta. Aspirnar gera mikið og auðvelt er að verða sér úti um græðlingaefni af þeim og af flestum víðitegundum.





83 views0 comments

コメント


bottom of page